
Velkominn á ÁKVÖRÐUN.IS
Markmið þessarar vefsíðu er að upplýsa menn sem greinst hafa með blöðruhálskirtils- krabbamein um þrjú ólík meðferðarúrræði: virkt eftirlit, skurðaðgerð og geislameðferð.
Vefsíðan er ætluð mönnum sem hafa staðbundin mein, þ.e. krabbamein sem hefur ekki dreifst út fyrir kirtilinn. Allar þær upplýsingar sem koma hér fram miðast við krabbamein á þessu stigi.
Hafa ber í huga að þessari síðu er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir samráð við lækna.